Velkomin(n) til Carpe Diem​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​

Markmið okkar er að stuðla að auknum árangri og vexti viðskiptavina okkar. Með það að leiðarljósi höfum við stutt við fjölmarga stjórnendur og sérfræðinga víðsvegar að úr atvinnulífinu.

Við höfum sameinað þjálfunarhluta Carpe Diem undir merkjum Strategic Leadership. Viltu vita meira?  Sendu okkur línu eða sláðu á þráðinn í síma 863-5559. Þú getur líka kíkt á okkur í Strategic Leadership GmbH á slóðinni www.strategicleaders.de

Við ætlum að vera í forystu í okkar fagi!

 

“Bakhjarlinn”  er ein af þjónustuleiðum Carpe Diem. „Bakhjarlinn” er einskonar bakvakt þar sem ráðgjafi er til taks á hverjum tíma í gegn um síma og tölvupóst. Ráðgjafinn vinnur verkefni frá skrifstofu Carpe Diem og mætir á fundi sé þess óskað eða veitir óháðan stuðning við stjórnendur og/eða mannauðsteymi fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

 

“Stefnumótun í mannauðsmálum” Carpe Diem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við stefnumótun í mannauðsmálum og tekur að sér einstök verkefni s.s. ráðningar starfsfólks, undirbúning vegna starfsmannasamtala, aðstoð við kjaramál, innleiðingu breytinga, framkvæmd starfsloka ofl.